Stal ekki skartgripunum

Sarah Jessica Parker þarf ekki að borga fyrir skartgripina sem ...
Sarah Jessica Parker þarf ekki að borga fyrir skartgripina sem hún ber á rauða dreglinum. AFP

Leikkonan Sarah Jessica Paker er sökuð um að hafa sleppt því að skila rándýrum skartgripum sem hún fékk lánaða frá skartgripafyrirtækinu Kat Florence Design. Lögmaður leikkonunnar segir hins vegar að ásakanirnar séu rangar. 

Samkvæmt Page Six er skartgripafyrirtækið að lögsækja hana og heldur því fram að Parker hafi beðið um að fá nokkra gripi lánaða í nokkra mánuði eftir að hafa borið þá í myndatöku. Á skartgripafyrirtækið að hafa samþykkt að lána Parker skartgripi að andvirði tæplega 150 þúsund dollara eða um 17 milljóna íslenskra króna í tvo mánuði. 

Lögmaður Parker segir söguna á annan hátt í yfirlýsingu sem send var til UsMagazine. Þar kemur fram að leikkonan hafi verið beðin um að taka við skartgripunum og nota þá á rauða dreglinum ef það hentaði. Er hún sögð vera búin að spyrja Kat Florence síðan þau hættu ólöglega að borga henni hvort hún ætti ekki að skila þeim. „En Kat Florence virkuðu ekki mjög áhugasöm um að fá þá til baka,“ sagði lögmaðurinn.

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP
mbl.is