Eru þau búin að gifta sig?

Justin Bieber og Hailey Baldwin eru yfir sig ástfangin.
Justin Bieber og Hailey Baldwin eru yfir sig ástfangin. AFP

Justin Bieber og Hailey Baldwin trúlofuðu sig í sumar og í gær, fimmtudag, sáust þau samkvæmt TMZ í dómshúsi í New York þar sem hjónabandsvottorð eru gefin út. Veltir fólk því nú fyrir sér hvort söngvarinn og fyrirsætan séu nú þegar búin að gifta sig. 

Segja sjónarvottar að Bieber hafi verið afar tilfinningaríkur og er hann sagður hafa grátið. „Ég get ekki beðið eftir að giftast þér, elskan,“ á Bieber að hafa sagt við Baldwin. Áður hafði verið greint frá því að parið ætlaði ekki að gifta sig á þessu ári. 

Bieber og Baldwin trúlofuðu sig í byrjun júlí en þá höfðu þau einungis verið saman í einn mánuð. 

mbl.is