Fannst hann aldrei svalur sem Harry Potter

Daniel Radcliffe öðlaðist frægð fyrir Harry Potter-myndirnar.
Daniel Radcliffe öðlaðist frægð fyrir Harry Potter-myndirnar. AFP

Leikarinn Daniel Radcliffe var líklega frægasta barn í heimi þegar hann lék í Harry Potter-myndunum. Hann viðurkenndi það þó í spjallþætti Jimmy Fallons að honum hefði aldrei fundist hann svalur í hlutverki galdrastráksins. 

Fallon sýndi honum nokkur fyndin netgrínatriði um Harry Potter sem Radcliffe gat hlegið að. „Það sem er æðislegt við þetta er að mér, sem barni og bara óöruggum á þeim tíma, leið aldrei sem svölum á neinum tímapunkti þegar ég var að leika þessa persónu,“ sagði leikarinn. 

mbl.is