Hélt að Bieber myndi deyja

Justin Bieber er á betri stað en hann var fyrir ...
Justin Bieber er á betri stað en hann var fyrir nokkrum árum. AFP

Lífið leikur við söngvarann Justin Bieber þessa stundina en fyrir nokkrum árum var hann ekki á jafn góðum stað. Umboðsmaðurinn hans, Scooter Braun, hafði miklar áhyggjur af honum og hélt í raun að hann myndi deyja. 

Í hlaðvarpsþættinum The Red Pill upplýsti Braun að hann hefði búist við því að eiturlyf myndu gera út af við stjörnuna. Hann var með áhyggjur í hvert sinn sem hann lagðist á koddann á kvöldin. „Ég hélt að hann myndi deyja. Ég hélt að hann myndi fara að sofa eitt kvöld og vera með svo mikið drasl í líkamanum að hann myndi ekki vakna næsta morgun,“ sagði Braun. 

Umboðsmaðurinn segist hafa reynt allt til þess að láta Bieber verða edrú. „Hann vildi gefa út tónlist, hann vildi fara í tónleikaferðalag en ég hélt að ef hann myndi gera það myndi hann deyja. Svo ég neitaði,“ sagði umboðsmaðurinn og segir að þeir hafi ekki verið að græða peninga á þessum tíma. 

Þrátt fyrir að hann hafi reynt eins og hann gat að hjálpa Bieber í eitt og hálft ár dugði ekkert fyrr en söngvarinn var tilbúinn sjálfur. 

Justin Bieber.
Justin Bieber. mbl.is/AFP
mbl.is