Sér eftir því sem hún sagði

Leikkonan Priyanka Chopra og Kate Moss á Longchamp tískusýningunni í ...
Leikkonan Priyanka Chopra og Kate Moss á Longchamp tískusýningunni í síðustu viku. AFP

Kate Moss lét þau orð falla fyrir tíu árum að ekkert kæmist nálægt þeirri tilfinningu að vera mjó, ekki einu sinni kökur. Moss er að þroskast og fagnar fjölbreytileikanum í fyrirsætuheiminum. Hún leggur áherslu á að rækta sjálfa sig og hefur sett áfengið á hilluna í bili.

Samkvæmt Mirror er Kate Moss á því í dag að fyrirsætur eiga að vera heilbrigðar og ekki allar eins. Hún segir að fyrir tíu árum þegar hún lét þau orð falla að ekkert kæmist nálægt þeirri tilfinningu að vera mjó þá hafi hún verið lituð af því umhverfi sem hún var í. 

Moss var á sínum tíma leiðandi í fyrirsætuheiminum og hafði vaxtarlag hennar áhrif á það sem tískuhúsin vildu sjá hjá öðrum fyrirsætum. Orð hennar féllu í grýttan jarðveg, enda hefur átröskun verið áberandi á meðal fólks í fyrirsætuheiminum. Á sínum tíma ýttu bæði fatahönnuðir og fyrirsætustofur undir slíkt. 

Í dag er alið á fjölbreytileikanum sem þykir framför. Moss hefur þroskast með árunum. „Ég er farin að hugsa betur um mig. Ég drekk nóg af vatni, reyni að minnka kaffidrykkjuna mína mikið og er einnig að reyna að hætta að reykja,“ segir hún. Moss sem er 44 ára segir að 8 tíma svefn að nóttu sé lykillinn að fallegu útliti í dag. 

Kate Moss er orðin 44 ára og er að þroskast ...
Kate Moss er orðin 44 ára og er að þroskast með aldrinum þar sem hún mælir með góðum svefn og vatni til að efla útlit og heilsuna. AFP
mbl.is