Olivier Rousteing við elskum þig!

Kim Kardashian West með Olivier Rousteing sem er einn af …
Kim Kardashian West með Olivier Rousteing sem er einn af hennar uppáhaldshönnuðum. Hún skrifar við myndina: Ég elska þig! Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hvort sem þú heitir Kim Kardashian West, Jennifer Lopez eða Beyoncé þá er eitt víst; allir elska listræna stjórnanda Balmain. Undrabarnið innan tískunnar.  

Rousteing var ættleiddur einungis eins árs að aldri. Hann er fæddur árið 1985. Hann er alinn upp í Bordeaux en flutti síðar til Parísar þar sem hann menntaði sig á sviði tískunnar.

Ferill hans er ótrúlegur. Hann útskrifaðist árið 2003 og fór þá strax á samning hjá Roberto Cavalli þar sem hann vann sig fljótt upp í stöðu listræns stjórnanda yfir kvennalínunni þar. Hann var hjá Cavalli í fimm ár eða þangað til árið 2009 þegar hann fór yfir til Balmain. Allt frá upphafi vann hann náið með listræna stjórnanda Balmain, Christophe Decarnin. Árið 2011, þá einungis 25 ára að aldri, varð hann sjálfur listrænn stjórnandi Balmain. 

Hann þykir undrabarn þegar kemur að tískunni. Það efast enginn um hans hæfni. Hann lifir fyrir tískuna og hugar að þessu áhugamáli sínu dag og nótt. 

Olivier Rousteing á ótrúlegan feril að baki í tískunni.
Olivier Rousteing á ótrúlegan feril að baki í tískunni. Ljósmynd/skjáskot Instagram
View this post on Instagram

BALMAIN X BEYONCÉ #otr2

A post shared by OLIVIER R. (@olivier_rousteing) on Aug 17, 2018 at 10:24pm PDT

Jennifer Lopez á Met Gala-viðburðinum í fatnaði frá Balmain.
Jennifer Lopez á Met Gala-viðburðinum í fatnaði frá Balmain. AFP






mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant