Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu

Arnar Bragi Bergsson ólst upp í Svíþjóð og tekur nú …
Arnar Bragi Bergsson ólst upp í Svíþjóð og tekur nú þátt í sænska Idolinu. Ljósmynd/Aðsend

Arnar Bragi Bergsson söng sig inn í 12 manna úrslit í sænska Idolinu í gær, mánudag, með fallegri útgáfu af When I Was Your Man með Bruno Mars. Arnar Bragi, eða Bragi eins og hann er kallaður, er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Gautaborg í Svíþjóð.

21 manns úrslitin standa yfir í þessari viku og í gær, mánudag, kepptu fimm strákar um tvö sæti í 12 manna úrslitunum. Bragi komst áfram og syngur í 12 manna úrslitunum á föstudaginn. Bragi segir sænska Idolið mjög vinsælt í Svíþjóð og fylgdust til að mynda milljón manns með keppninni í gær. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur Bragi ekki alltaf sett stefnuna á frama í tónlist en lengi vel var fótboltinn númer eitt hjá Braga. 

Bjó með David James

Bragi sem er 25 ára hefur spilað með sænskum knattspyrnuliðum og spilar núna með liði í sænsku C-deildinni. Hann spilaði einnig með yngri landsliðum Íslands bæði U17 og U19-liðunum og tvo tímabil í Pepsi-deildinni en hann var að pæla hvort hann ætti að hætta eftir erfið meiðsli þegar Hermann Hreiðarsson hringdi í hann árið 2013.

„Hemmi hringdi í mig og ég spilaði með ÍBV 2013 og 2014. Ég spilaði þarna þegar enski markvörðurinn David James spilaði með ÍBV. Ég bjó meira segja með honum,“ segir Bragi sem segir það ekki hafa verið skrítið að búa með fyrrverandi landsliðsmarkverði Englands. „Í byrjun var það kannski pínu skrítið, þegar hann og Hemmi náðu í mig á flugvellinum en svo bara vandist það. Það er líka allt svo lítið í Vestmannaeyjum og allir þekkja alla,“ segir Bragi sem fór seinna til láns til Fylkis þegar Hermann Hreiðarson stýrði Ábærjarliðinu.

Idolið allt litlu systur að þakka

Bragi söng mikið þegar hann var yngri, móðir hans hvatti hann áfram og hann var oft fenginn til þess að syngja á skólaskemmtunum. Hann segir að stákunum í fótboltanum hafi hins vegar ekki fundist söngurinn neitt sérstaklega svalur svo hann hætti.

Þangað til að Idolið-byrjaði hefur hann því aðallega verið að syngja til þess að slappa af í einrúmi. Hann ætlaði til dæmis ekki að taka þátt í Idolinu en systir hans sendi upptöku af honum í sjónvarpið. „Hún tók mig upp syngja án þessi að ég viss af. Svo var hringt í mig frá TV4 og þau spurðu mig hvort ég vildi ekki sækja um. Fyrst hugsaði ég nei en þau náðu að sannfæra mig,“ segir Bragi sem sér ekki eftir því.

Keppnin hefur haft áhrif á hið venjulega líf Braga og getur hann ekki unnið á meðan keppninni stendur. Bragi byrjaði að vinna sem afleysingakennari í skóla í Gautaborg en er nú orðinn umsjónakennari og kennir meðal annars íþróttir og náttúrufræði. „Ég þurfti að hætta í vinunni í bili þannig að þeir fengu afleysingakennara fyrir afleysingakennara,“ segir Bragi um kennsluna og hlær. Fótboltinn þarf líka að mæta afgangi en Bragi sem syngur í 12 manna úrslitum á föstudaginn ætlar þó að reyna að ná leik á laugardaginn. 

Bragi gæti átt von á því að vera upptekinn í sænska Idolinu langt fram að jólum og miðað við viðtökurnar sem Bragi fékk frá dómurunum í gær er von á góðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler