Game of Thrones aftur á toppinn

Leikarahópur Game of Thrones stillir sér upp eftir vel heppnaða …
Leikarahópur Game of Thrones stillir sér upp eftir vel heppnaða Emmy-verðlaunahátíð. Þáttaröðin var valin sú besta og hlaut alls níu verðlaun. AFP

Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones var ótvíræður sigurvegari 70. Emmy-verðlaunahátíðarinnar sem fram fór í nótt. Þáttaröðin hlaut alls níu verðlaun, var valin besta þáttaröðin og Peter Dinklage var valinn besti aukaleikarinn fyrir hlutverk sitt sem Tyrion Lannister. Biðin eft­ir átt­undu seríu Game of Thrones stytt­ist en fram­leiðend­ur þátt­anna hafa staðfest að þætt­irn­ir muni fara í loftið snemma árs 2019.

Peter Dinklage var valinn besti aukaleikarinn fyrir hlutverk sitt sem …
Peter Dinklage var valinn besti aukaleikarinn fyrir hlutverk sitt sem Tyrion Lannister í Game of Thrones. AFP

Búist var við að Game of Thrones myndi raka inn verðlaunum en gærkvöldið var samt sem áður uppfullt af óvæntum atvikum, þar á meðal bónorði. Leikstjórinn Glenn Weizz hlaut Emmy-verðlaun fyrir sjálfa Óskarsverðlaunahátíðina og í þakkarræðu sinni nýtti hann tækifærið og ávarpaði Jan Svendsen, kærustu sína: „Jan, þú ert sólargeisli lífs mín. Veistu af hverju ég vil ekki kalla þig kærustuna mína? Af því að ég vil kalla þig eiginkonu mína.“

Mikil fagnaðarlæti brutust út í salnum, Svendsen var augljóslega brugðið, en á góðan hátt. Hún rauk upp á svið og Weizz dró hring sem móðir hans átti áður á hring verðandi eiginkonu sinnar.

Af öðrum sigurvegurum kvöldsins má nefna Netflix-þáttaröðina The Crown sem fjallar um lífsskeið Elísabetar Englandsdrottningar. Þáttaröðin hlaut alls átta verðlaun og var Claire Foy valin besta leikkonan í hlutverki drottningarinnar. Hún tileinkaði verðlaunin leikurunum sem taka við keflinu, þegar sagt verður frá næsta kafla í lífi kóngafólksins. Olivia Coleman mun taka við hlutverki Elísabetar drottningar.

Claire Foy segir nú skilið við þættina The Crown þar …
Claire Foy segir nú skilið við þættina The Crown þar sem ný leikkona tekur við hlutverki Elísabetar Englandsdrottningar á síðari hluta ævi hennar. AFP

Gamanþáttaröðin The Marvellous Mrs. Maisel hlaut einnig átta verðlaun, meðal annars fyrir bestu gamanþáttaröðina, bestu leikstjórn, leikkonu og aukaleikkonu. Leikarinn Matthew Rhys var valinn besti karlleikarinn í dramaþáttum fyrir þættina The American. Þá var Thandie Newton valin besta leikkonan í dramaþáttum fyrir hlutverk sitt í Westworld.

Óvæntustu úrslit kvöldsins eru ef til vill þau að The Handmaid's Tale, sem var valin besta sjónvarpsþáttaröðin í fyrra, hlaut engin verðlaun í ár.

Efn­isveit­an Net­flix var í fyrsta sinn á toppi til­nefn­ingalist­ans yfir efn­isveit­ur og sjón­varps­stöðvar, en Net­flix hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar allra, 112 tals­ins. Næst á eft­ir kom HBO með 108, en fyr­ir­tækið hef­ur síðstu 17 ár hlotið flest­ar til­nefn­ing­ar. Sjónvarpsrisarnir tveir þurftu að sætta sig við jafntefli þegar öll verðlaun kvöldsins höfðu verið veitt, en Netflix og HBO hlutu 23 verðlaun hvor.

Hér má sjá lista yfir alla sigurvegara Emmy-verðlaunanna í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant