Áhugi erlendis á Lof mér að falla

Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.
Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.

Viðræður vegna sýningaréttar á kvikmyndinni Lof mér að falla eru langt komnar við fyrirtæki á mörgum stærstu mörkuðum heims eins og í Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Danmörku og Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Á síðastnefnda markaðnum er fyrirtækið Netflix að skoða myndina. Menn þar á bæ hafa sýnt henni mikinn áhuga og eru þeir mjög forvitnir um þau sterku viðbrögð sem myndin hefur fengið hér á landi og á kvikmyndahátíðinni í Toronto, að því er segir í tilkynningunni.

Eftir kvöldið í kvöld verða um 30.000 gestir búnir að sjá Lof mér að falla í kvikmyndahúsum landsins á innan við tveimur vikum.

Leikstjóri, aðalleikarar og framleiðendur fylgja myndinni svo eftir á kvikmyndahátíðina Busan í S-Kóreu þar sem hún mun taka þátt í World Cinema-hluta hátíðarinnar.

mbl.is