Jákvæðar viðtökur á TIFF

Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverki sínu í kvikmyndinni Kona fer í …
Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverki sínu í kvikmyndinni Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Rýnar vestanhafs hrósa frammistöðu hennar í hástert.

Christopher Llewellyn Reed, gagnrýnandi Film Festival Today, velur Konu fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar sem eina af fimm bestu leiknu myndum kvikmyndahátíðarinnar í Toronto (TIFF) þetta árið. Segir hann myndina búa yfir einstakri blöndu af aktívisma og húmor sem sé þess virði að sjá og nefnir sem dæmi að myndin byrji bókstaflega með hvelli. Hann fer fögrum orðum um frammistöðu Halldóru Geirharðsdóttur í aðalhlutverkinu og segir hana magnaða.

Undir þetta tekur Lena Wilson hjá The Playlist sem segir einstaklega ánægjulegt að sjá loks kvenskörung á besta aldri á hvíta tjaldinu sem sé ekki aðeins fim í baráttu sinni fyrir nátturuvernd heldur einnig marglaga persóna. Að mati Wilson markar Benedikt með nýjustu mynd sinni réttmæta stöðu Íslands í kvikmyndaheiminum. Segir hún handrit myndarinnar vera „kjarkað og yfirvegað“ á sama tíma og hrósar myndinni fyrir það hversu fyndin og íslensk hún sé.

Rýnir The Film Experience mælir eindregið með myndinni og segir Benedikt vera mikinn hæfileikamann sem nýti sér sjónræna miðilinn til hins ýtrasta auk húmorsins.

Steve Pond hjá The Wrap segir Benedikt vera „prakkara með tilgang, listamann sem sé óhræddur við að vera skrýtinn og að Kona fer í stríð [sé] fallegt gól“. Rifjar hann upp þegar Hross í oss var framlag Íslands til Óskarsins 2013 og segir það munu verða Óskarsverðlaunaakademíunni til ævarandi skammar að myndin hafi ekki ratað á stuttlistann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson