Stöð 2 hættir við Kóra Íslands

Hér má sjá hinn ágæta kór Fjallabræðra en Stöð 2 ...
Hér má sjá hinn ágæta kór Fjallabræðra en Stöð 2 hefur hætt við framleiðslu Kóra Íslands. mbl.isGolli / Kjartan Þorbjörnsson

Stöð 2 hefur hætt við að framleiða nýja þáttaröð af þættinum Kórar Íslands. Eftir að lengi hafi verið óljóst með endurgreiðsluferlið var í ágúst tilkynnt að Stöð 2 og Sagafilm hygðust gera aðra þáttaröð. Skráning var auk þess hafin í þáttinn.  

Þátturinn byggir á því að kórar taki þátt í þættinum. Jóhanna Margrét Gísladóttir dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir í samtali við Mbl.is að hætt hafi verið við framleiðsluna vegna dræmrar þátttöku. Hún sagði einnig að það hefði ekkert að gera með endurgreiðslurnar en þátturinn þótti í fyrstu atrennu ekki nógu menningarlegur til þess að fá endurgreiðslu. 

mbl.is