Það er alltaf von

„Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari …
„Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari sýningu þar sem hann leikur, syngur og dansar léttilega í gegnum vandmeðfarinn efniviðinn. Hann býr yfir mikilli breidd sem leikari og hefur á umliðnum árum sýnt að hann fer jafn auðveldlega með að leika tengdamóður sína, eins og hann gerði í Tengdó árið 2012, og fulltrúa hins miskunnarlausa valds í dystópíunni 1984 á liðnum vetri. Sviðssjarmi hans og áreynsluleysi, en ekki síst einlægni, henta einstaklega vel í Öllu sem er frábært,“ segir í leikdómi sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

„Í samræmi við efniviðinn er ekki boðið upp á neinar einfaldar lausnir í sýningunni. Áhorfendur eru aftur á móti minntir á að hamingjan býr í litlu hlutunum. Þeir, sem tekst að gleðjast yfir hversdagslegum hlutum, halda vel nestaðir út í lífið,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í leikdómi um einleikinn Allt sem er frábært sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um helgina. 

„Sjálfsvíg er vandmeðfarið umfjöllunarefni. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að sjálfsvíg eru „félagslega smitandi“, því þeim fjölgar þegar þau eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Af ótta og jafnvel vanmætti bregða margir skiljanlega á það ráð að vilja ekki ræða þetta erfiða málefni, sem getur einmitt orðið ennþá þungbærara fyrir þá sem eiga um sárt að binda og þá sem sjá ekkert nema svartnættið fram undan.

Í einleiknum Allt sem er frábærtbeina enska leikskáldið Duncan Macmillan og írski skemmtikrafturinn Jonny Donahoe sjónum að þessu vandasama viðfangsefni af virðingu og húmor,“ segir í leikdómnum og bent á að verkið vekji áhorfendur óneitanlega til umhugsunar um hvaða áhrif það hefur á börn að alast upp við andleg veikindi foreldra með tilheyrandi áhyggjum og álagi sem aftur getur framkallað andleg veikindi hjá börnunum sjálfum.

„Af ofangreindu mætti auðveldlega halda að hér væri á ferðinni þung eða erfið sýning. Svo er hins vegar ekki því efniviðurinn er matreiddur af hlýju og húmor. Samkvæmt forskrift höfunda taka áhorfendur óvenjustóran þátt í uppfærslunni og ganga inn í ýmis hlutverk lykilfólks í lífi sögumannsins, sem Valur Freyr Einarsson túlkar. Sökum þessa verða engar tvær sýningar eins, enda býður spuninn upp á samtal. Enginn ætti samt að kvíða því að vera boðið að taka virkan þátt í framvindunni, því Valur Freyr hefur einstakt lag á að leiða áhorfendur í gegnum senurnar og grínið verður aldrei á kostnað þátttakenda.

Ólafur Egill Egilsson leikstjóri hefur valið að raða áhorfendum allan hringinn í kringum meginleikrýmið. Skertar sjónlínur sem óneitanlega fylgja slíkri uppröðun eru ríkulega bættar með aukinni nánd. Sem betur fer er Valur Freyr ekki bundinn við miðrými salarins heldur ferðast upp og niður eftir tröppum milli sætisraða og jafnvel aftur fyrir áhorfendur þegar því er að skipta. Hann tekur á móti áhorfendum í upphafi kvölds og deilir út broti af listanum yfir allt sem er frábært sem leikhúsgestir eru beðnir að lesa upphátt þegar hann nefnir númerið sem skráð er á miðann. Spunaformið og uppröðun salarins minna áhorfendur á hvað við sem samfélag erum í raun tengd og vitum aldrei nema sessunautur okkar glími við depurð, kvíða eða sjálfsvígshugsanir hvort heldur er á eigin skinni eða sem aðstandandi,“ segir í leikdómnum. 

Um frammistöðu Vals Freys Einarssonar í einleiknum segir: „Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari sýningu þar sem hann leikur, syngur og dansar léttilega í gegnum vandmeðfarinn efniviðinn. Hann býr yfir mikilli breidd sem leikari og hefur á umliðnum árum sýnt að hann fer jafn auðveldlega með að leika tengdamóður sína, eins og hann gerði í Tengdó árið 2012, og fulltrúa hins miskunnarlausa valds í dystópíunni 1984 á liðnum vetri. Sviðssjarmi hans og áreynsluleysi, en ekki síst einlægni, henta einstaklega vel í Öllu sem er frábært,“ segir í leikdómnum sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant