„Ég mun komast heill í gegnum þetta“

Einar Bárðarson er spældur að fá ekki að vinna með …
Einar Bárðarson er spældur að fá ekki að vinna með Kristjönu Stefánsdóttur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einar Bárðarson átti að vera einn af dómurum í þættinum Kórar Íslands á Stöð 2. Hætt var við þættina á síðustu stundu en tökur áttu að hefjast eftir um tvær vikur. 

„Ég get sagt með nokkurri vissu að ég mun komast heill í gegnum þetta,“ segir Einar þegar hann er spurður að því hvort það séu ekki mikil vonbrigði að þættinum Kórar Íslands hafi verið slaufað. 

Kristjana Stefánsdóttir.
Kristjana Stefánsdóttir. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

„Þetta var og er mjög skemmtilegur hópur af fólki. Það er alltaf gaman að vinna með Þór Freyssyni og Þórhalli Gunnarssyni hjá Sagafilm og öllu því fólki sem þar starfar. En vonandi opnast önnur tækifæri. Ég og Kristjana Stefánsdóttir, sem átti einnig að vera dómari í þættinum, erum gamlir vinir frá Selfossi. Hún hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi og hlakkaði ég til að vinna með henni og þessu flotta fólki,“ segir hann og bætir við í gamansömum tón: 

„Friðrik Dór verður þó örugglega lengi að jafna sig. Ég veit að hann hlakkaði mjög mikið til að vinna með mér,“ segir Einar en Friðrik Dór átti að vera kynnir í þáttunum. 

Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson. Gustað hefur um hjónin …
Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson. Gustað hefur um hjónin síðustu rúma viku en Áslaugu var sagt upp störfum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant