Fukunaga leikstýrir næstu Bond-mynd

Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga á rauða dreglinum.
Bandaríski leikstjórinn Cary Joji Fukunaga á rauða dreglinum. AFP

Bandaríkjamaðurinn Cary Joji Fukunaga mun leikstýra næstu James Bond-mynd. Hún verður frumsýnd 14. febrúar 2020.

Framleiðendur myndarinnar greindu frá þessu en breski leikstjórinn Danny Boyle sagði skilið við verkefnið í síðasta mánuði.

„Við erum mjög ánægð með að starfa með Cary. Fjölhæfni hans og nýjungagirni gera það að verkum að hann er frábært val fyrir næsta James Bond-ævintýrið okkar,“ sögðu Michael G. Wilson og Barbara Broccoli.

Fukunaga er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að leikstýra Bond-mynd. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt fyrstu þáttaröðinni af True Detective og Netflix-myndinni Beast of No Nation.

mbl.is