Kona fer í stríð Óskarsframlag Íslands

Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni.
Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni.

Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af félögum í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær.

Fram kemur í tilkynningu, að kosið hafi verið á milli níu íslenskra kvikmynda sem uppfylltu skilyrði bandarísku Óskarsverðlaunaakademíunnar: Andið eðlilega, í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur; Kona fer í stríð, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar; Lof mér að falla, í leikstjórn Baldvins Z; Lói - þú flýgur aldrei einn, í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar; Rökkur, í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen; Sumarbörn, í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur; Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur; Vargur, í leikstjórn Barkar Sigþórssonar; Víti í Vestmannaeyjum, í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar. 

Íslenska framlagið keppir í flokki erlendra kvikmynda, en sú keppni hefst með forvali Óskarsverðlaunaakademíunnar sem tilnefnir 5 erlendar kvikmyndir til að keppa endanlega um styttuna frægu. Valið á myndunum fimm verður tilkynnt 22. janúar 2019, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson