Meghan of vinstrisinnuð fyrir vini Harrys

Vinir Harrys hafa aðra sýn á lífið en Meghan.
Vinir Harrys hafa aðra sýn á lífið en Meghan. AFP

Meghan hertogaynja er sögð eiga erfitt með að halda vinasambandi við fólk eftir að hún giftist Harry Bretaprinsi. Vinir Harry eru ekki endilega líklegir til þess að verða góðir vinir hennar þótt hún geti treyst þeim, ástæðan er ólíkar pólitískar skoðanir. 

Lafði Colin Campbell, trúnaðarvinkona Díönu prinsessu, segir í viðtali við The Daily Beast að pólitískar skoðanir Meghan séu vandamál. „Hún er mjög frjálslynd og þessir nýjustu tísku vinstri hlutir fara ekki vel í suma vini Harrys. Hann hefur kynnt hana fyrir þeim öllum í veislum, brúðkaupum og kvöldverðum, en hún er á móti mörgu sem þeirra heimur snýst um, eins og skotveiðum.“

Lafði Campbell segir Meghan vera byrjaða að uppgötva hversu erfitt og einmanalegt líf það getur verið að vera gift inn í bresku konungsfjölskylduna. Hún hefur þó trú á að þetta fari betur með Meghan en Díönu þar sem Meghan hafi tekist á við frægðina í starfi sínu sem leikkona. „Það er augljóst að á bak við töfrana er Meghan hörð, áskorun hennar er að viðhalda nýju samböndunum sem hún byggir.“

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is