Ed Sheeran heldur tónleika á Íslandi

Ed Sheeran er væntanlegur til Íslands.
Ed Sheeran er væntanlegur til Íslands. AFP

Ísland verður viðkomustaður súperstjörnunnar Ed Sheeran á tónleikaferðalagi hans um heiminn á næsta ári. Sheeran kemur fram á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019.

Tónleikaferðalagið mun standa yfir frá maí til ágúst 2019 og kemur Ed að auki fram í Frakklandi, Portúgal, á Spáni, Ítalíu, í Þýskalandi, Austurríki, Rúmeníu, Tékklandi, Lettlandi, Rússlandi, Finnlandi, Danmörku og Ungverjalandi áður en hann lokar túrnum í heimalandi sínu, Bretlandi.

Ætli Sheeran muni koma fram í landsliðsbúningnum á þjóðarleikvangi Íslands …
Ætli Sheeran muni koma fram í landsliðsbúningnum á þjóðarleikvangi Íslands í ágúst? skjáskot/Instagram

Sheeran er einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir. Þó að hann hafi ekki áður komið fram á Íslandi hefur hann komið til landsins á eigin vegum og er hann dyggur stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 

Sheer­an birti að minnsta kosti mynd af sér í ís­lenska landsliðsbún­ingn­um í sumar þegar leik­ur Íslands og Króa­tíu fór fram á HM í knatt­spyrnu. Sheer­an virðist halda mikið upp á bún­ing­inn og kom hann meðal annars fram í bláu treyj­unni í glerfínni góðgerðar­veislu Elt­ons Johns.

Sendir íslenskum aðdáendum kveðju

Sheeran er spenntur fyrir tónleikunum á Íslandi og hefur hann sent landsmönnum sérstaka kveðju á YouTube. „Þetta er mjög, mjög spennandi! Þetta verða fyrstu tónleikar mínir á Íslandi, ég hef heimsótt ykkar áður en ég er mjög spenntur að koma fram á Íslandi,“ segir Sheeran meðal annars í kveðjunni sem má sjá hér að neðan:

Miðasala hefst í næstu viku

Þótt tæpt ár sé í tónleikana hefst miðasala á fimmtudaginn í næstu viku. Í tilkynningu frá Senu kemur fram að miðasala hefst á alla tónleikana á tónleikaferðalinu á sama tíma, á slaginu klukkan 9 að íslenskum tíma 27. september. Miðasalan á Íslandi fer fram á Tix.is.

Í boði verða fjögur verðsvæði, þrjú sitjandi og eitt standandi, og eru miðarnir á verðbilinu 15.990 til 29.990 krónur.  Ekki verður um neinar forsölur að ræða, allir miðarnir fara í sölu á sama tíma og allir hafa jafnt tækifæri til að tryggja sér miða um leið og salan hefst.

Stafræn biðröð verður notuð til að stjórna umferð inn á síðuna og vernda miðasölukerfið fyrir álagi, með það að markmiði að salan gangi sem allra best fyrir sig. Biðröðin virkar þannig  að klukkan 8, daginn sem miðasalan hefst, opnar fyrir skráningu í biðröð á Tix.is/ED og á slaginu 9 þegar sala hefst verður öllum sem hafa skráð sig í biðröð raðað af handahófi. Þeir sem mæta í röðina eftir klukkan 9 fara aftast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant