Tvö ár liðin og enn ekki skilin

Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt hefur tekið langan tíma.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt hefur tekið langan tíma. mbl.is/AFP

Angelina Jolie og Brad Pitt eru enn ekki skilin þrátt fyrir að í dag, 20. september, séu tvö ár liðin síðan leikkonan sótti um skilnað frá Pitt. Í fyrstu virtust þau ólm í að klára málið en erfiðlega gengur að komast að samkomulagi um börnin þeirra sex. 

Heimildamaður E! segir skilnaðarmál kvikmyndastjarnanna vera í algjörum ógöngum. „Af því að áherslan hefur verið á forræðið, ekkert annað hefur verið rætt.“ Pitt fékk til að mynda umgengisrétt við börn sín í sumar eftir að dómari fyrirskipaði svo.

Það gæti þó eitthvað verið að breytast en ET greinir frá því að Pitt og Jolie hafi hist á leynilegum fundi heima hjá Jolie á dögunum. „Angelina ákvað að það væri kominn tími til þess að láta þetta ganga og Brad var feginn og mjög tilbúinn að taka tilboðinu,“ sagði heimildamaður. „Brad hefur helgað sig því að skapa frið í gegnum ferlið og nú virðast þau loksins vera á þeim tímapunkti að þau geti skapað rólegri aðstæður fyrir börnin.“

Brad Pitt og Angelina Jolie með börnin á meðan allt ...
Brad Pitt og Angelina Jolie með börnin á meðan allt lék í lyndi. AFP
mbl.is