Vinsælir lagahöfundar taka þátt

Ari Ólafsson flutti Our choice í Eurovision í fyrra.
Ari Ólafsson flutti Our choice í Eurovision í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúv leitar eftir lögum til þátttöku í Söngvakeppnina 2019 en frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í keppnina, umsóknarfrestur rennur út 22. október. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári en sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael í maí á næsta ári. 

Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina. Í ár verður annað fyrirkomulag. 

Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og verða reyndir og vinsælir lagahöfundar ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt og síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.

„Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri RÚV, í fréttatilkynningu frá Rúv. 

Eins og áður verða undankeppninar í Háskólabíói en úrslitakeppnin fer fram í Laugardalshöll þann 2. mars. Til stendur að bjóða einni Eurovision-stjörnu að syngja á úrslitakvöldinu. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson voru kynnar í Eurovision …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson voru kynnar í Eurovision í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson