Logi Pedro syngur til sonar síns

Logi Pedro var að senda frá sér nýja stuttskífu.
Logi Pedro var að senda frá sér nýja stuttskífu. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro gefur frá sér stuttskífuna Fagri Blakkur í dag á Spotify. Á plötunni er að finna poppsmellina Fuðri upp (GOGO) og Reykjavík en í því lagi syngur Logi Pedro einmitt til sonar síns. 

Stuttskífan var tekin upp í sumar og fylgir eftir fyrstu plötu Loga í fullri lengd, Litlir svartir strákar, sem kom út í sumar. Sú plata hlaut einróma lof gagnrýnenda og er ein vinsælasta platan sem komið hefur út á þessu ári og er komin yfir tvær milljónir spilana. Smáskífan Dúfan mín hefur verið á topplistum Spotify síðan í janúar og nær einni milljón spilana núna í september á Spotify.mbl.is