Sofandi „katta-afi“ vinsæll á samfélagsmiðlum

Katta-afinn Terry Laurmen fær sér hér blund með ferfættum vini …
Katta-afinn Terry Laurmen fær sér hér blund með ferfættum vini í athvarfinu.

Ljósmyndir af eldri borgara sem fær sér kríu með köttum í kattathvarfi í Green Bay í Wisconsin njóta nú mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Hafa myndir af Terry Laurmen brætt hjörtu netverja, sem hafa látið rigna inn fjárgjöfum til athvarfsins að andvirði um 40.000 dollara.

Laurmen er meðal sjálfboðaliða í Safe Haven-kattaathvarfinu í Green Bay. Athvarfið er skipulagt eins og kaffihús, með hægindastólum á víð og dreif og myndefni frá fuglastöðinni í stöðugri sýningu. Athvarfið, sem hefur verið starfrækt frá 2016, sérhæfir sig í að finna ný heimili fyrir fatlaða ketti og ketti með sérþarfir sem annars ættu á hættu að vera svæfðir.

Laurmen, sem er spænskukennari á eftirlaunum, mætir nær daglega í athvarfið með sérstakan bursta sem hann notar til að kemba kettina. Þar sem hann er mikið á ferðalögum hefur hann ekki getað eignast sinn eigin kött en nýtur þess að vera með þeim í athvarfinu.


„Þeir þekkja hann allir og þegar hann kemur inn hlaupa þeir á móti honum, af því að þeir vita að hann er með burstann og nammi. Þeir hrúgast yfir hann, nudda sér utan í hann og bara elska hann,“ segir Elizabeth Feldhausen, stofnandi athvarfsins.

Þar sem það tekur hins vegar á að kemba 20-30 ketti, fær Laurmen sér stundum blund og aðrir sjálfboðaliðar fóru að taka myndir af síðdegisblundi hans með köttunum. Færsla með myndunum var síðan birt á Facebook fyrir stuttu og hefur nú verið deilt víða.

Í dýraathvarfinu kalla menn Laurmen gjarnan „katta-afann“, nafn sem hann kann vel að meta. Hann er hins vegar ekki alveg búin að meðtaka nýfundna frægð sína á samfélagsmiðlum.

„Ég vissi að fólk í nágrenninu kynni að meta þetta, en ég vissi ekki að þetta myndi fara víðar,“ segir Feldhausen. „Þegar ég sagði honum hve margir hefði séð myndirnar varð hann virkilega glaður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson