Segir Katie Holmes geta misst forræðið

Katie Holmes og Tom Cruise þegar allt lék í lyndi.
Katie Holmes og Tom Cruise þegar allt lék í lyndi. AFP

Leik­kon­an Leah Rim­ini er ekki hætt að gagnrýna Vísindakirkjuna sem margt frægt fólk í Hollywoood er í, sjálf er Rimini hætt í söfnuðinum. Í nýju viðtali við tímaritið LaPalme segir hún að söfnuðurinn sé sífellt að ógna fólki í kringum hana. 

Hún segist velta því fyrir sér af hverju Katie Holmes og Nicole Kidman hafi ekki sagt frá tíma sínum í söfnuðinum en leikkonunnar hafa báðar verið giftar Tom Cruise sem er mikill talsmaður Vísindakirkjunnar. 

„Ég geri ráð fyrir því að þær hafi verið skyldaðar til að skrifa undir fyrirbyggjandi skjöl. Treystu mér, Katie má ekki fá sér að borða með mér og við vorum mjög nánar vinkonur. Hún gæti misst forræðið yfir Suri. Það er fáránlegt, í alvöru,“ sagði Rimini.

Kidman var gift Tom Cruise á árunum 1999 til 2001. Cruise kvæntist Holmes árið 2006 en þau skildu árið 2012, saman eiga þau hina 12 ára gömlu Suri.

View this post on Instagram

On set for Season 3 of #scientologytheaftermath. #nationalselfieday

A post shared by Leah Remini (@leahremini) on Jun 21, 2018 at 2:08pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler