Sheeran stal brúðkaupsdeginum

Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir og Trausti Sigurbjörnsson ásamt dætrum sínum …
Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir og Trausti Sigurbjörnsson ásamt dætrum sínum tveimur. Ljósmynd/Aðsend

Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir og verðandi eiginmaður hennar Trausti Sigurbjörnsson ákváðu að fresta brúðkaupsdegi sínum vegna þess að hann bar upp á sama dag og tónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli á næsta ári.

„Hann bara stal deginum en eins og við sögðum líka að ef einhver má stela þessum degi þá er það hann og enginn annar,“ segir Ásdís Thelma í samtali við mbl.is en hún setti inn færslu á Facebook-síðu sína á dögunum þar sem hún greindi vinum sínum frá stöðu mála.

Tónleikarnir verða 10. ágúst en brúðkaupsdagurinn hefur núna verið ákveðinn tveimur vikum síðar, 24. ágúst. Ásdís Thelma er þegar búin að breyta salnum sem búið var að borga fyrir en ekki er búið að finna kirkju fyrir nýju dagsetninguna. Ekki hjálpar þar til að Menningarnótt verður haldin þennan sama dag og ljóst að engin kirkja í miðbæ Reykjavíkur er laus fyrir athöfnina.

Brúðkaupsdagurinn 10. ágúst hafði verið festur niður fyrir um mánuði síðan en áður hafði honum verið frestað vegna fæðingar dóttur þeirra Ísabellu Önnu. Allt er þá þrennt er í tilfelli Ásdísar Thelmu og Trausta. 

Ed Sheeran á tónleikum.
Ed Sheeran á tónleikum. AFP

Bar upp bónorðið með aðstoð Sheeran

Aðspurð segir hún að aldrei hafi annað komið til greina en að finna nýjan brúðkaupsdag enda eru hjónin tilvonandi miklir aðdáendur Sheeran. Til að mynda bar Trausti upp bónorðið með „lagið þeirra“ og Sheeran, Thinking Out Loud, spilað í bakgrunninum. Þar að auki stóð til að spila það lag og fleiri með honum í brúðkaupinu.  

„Okkur langaði líka sjálfum að fara [á tónleika með Ed Sheeran] og við ætluðum alltaf að reyna að fara á hann úti, mögulega í brúðkaupsferð. Við förum bara á hann í fyrirfram brúðkaupsgjöf til okkar,“ segir Ásdís Thelma hress og á við tónleikana á Laugardalsvelli næsta sumar. 

Með þrjár tölvur í miðasöluröðinni

Miðar á tónleikana seldust upp á tveimur tímum í gær og talið er að um 15 þúsund manns hafi þurft frá að hverfa úr stafrænu miðasöluröðinni. Var ekkert mál að fá miða?

„Maðurinn minn var í þremur tölvum á slaginu klukkan 8 á gær. Hann fékk miða klukkan 9.15. Við redduðum þessu. Það hefði verið svolítið neyðarlegt að missa af tónleikunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson