Foy ræðir baráttuna við kvíða

Claire Foy.
Claire Foy. AFP

Breska leikkonan Claire Foy ræðir um baráttuna við kvíða í ítarlegu viðtali við helgarútgáfu Guardian í dag. Hún segist hafa glímt við kvíða allt frá barnæsku en hann hafi ágerst með aldrinum og fleiri tækifærum á leiksviðinu.

Foy, sem er 34 ára, fékk meðal annars bandarísku Emmy-verðlaunin fyrr á árinu fyrir túlkun sína á Elísabetu Englandsdrottningu í Netflix-þáttaröðinni The Crown. Hún segir í viðtalinu að kvíðinn hafi stigmagnast eftir að hún varð leikkona.

Að sögn Foy hefur kvíðinn þau áhrif að hún efast stöðugt um getu sína og neikvæðar hugsanir leiti á hana. 

„Þegar þú glímir við kvíða þá ertu kvíðinn vegna – ég veit ekki – að fara yfir götu,“ segir hún í viðtalinu. Hún segir að það sé ekkert rökrétt við kvíðann og hvenær hann hellist yfir hana. Heldur sé þetta tilfinning innra með þér um að þú getir ekki þetta af því þú ert svona eða hinsegin. 

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler