Kim Larsen látinn

Kim Larsen á tónleikum á Íslandi árið 2016.
Kim Larsen á tónleikum á Íslandi árið 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn, 72 ára gamall. Umboðsmaður hans, Jørn Jeppesen, greinir frá þessu á vef söngvarans. Larsen lést í morgun en hann hefur glímt við langvarandi veikindi.

Á vef söngvarans segir Jeppesen að eiginkona Larsen, Liselotte, og börn hans, Pelle, Sylvester, Alice Eva, Molly, Hjalmer og Lui, hafi verið hjá honum þegar hann lést og að útförin verði haldin í kyrrþey. Fjölskyldan óskar eftir því að fá frið frá fjölmiðlum til þess að syrgja.

Kim Larsen aflýsti í byrjun árs öllum tónleikum með hljómsveit sinni Kim Larsen & Kjukken í kjölfar þess að hann greindist með blöðruhálskrabbamein skömmu fyrir jól. 

Larsen bað á facebooksíðu hljómsveitarinnar afsökunar á ónæðinu sem þetta ylli tónleikagestum og skipuleggjendum þegar tilkynnt var að aflýsa þyrfti öllum tónleikum næstu þrjá mánuði. „Ég er að verða gamalt flón og hef neyðst til að horfast í augu við að ég þarf aukatíma til að koma mér í tónleikaform aftur. En ég reikna örugglega með að vera tilbúinn í sumar.“

Það var rétt hjá söngvaranum því hann kom fram á tónleikum í sumar, þar á meðal Smukfest-hátíðinni í Skanderborg þar sem nýtt áhorfendamet var slegið. 

Kim Larsen var einn þekktasti og vinsælasti tónlistarmaður Danmerkur, bæði sem sólótónlistarmaður og með ýmsum hljómsveitum. Hann vakti fyrst athygli á sjöunda áratug síðustu aldar með hljómsveitinni Gasolin, en hann hefur leikið með Kim Larsen & Kjukken síðan 1995.

Sem sólisti hefur hann selt yfir þrjár milljónir platna, en fjöldinn fer yfir fimm milljónir séu plötur sveita hans taldar með. Seinasta plata hans, Øst for Vesterled, sem út kom í fyrra, hlaut góðar viðtökur. Rýnir Jyllands-Posten gaf plötunni fimm af sex stjörnum og rýnir Information, sem ekki gefur stjörnur, líkti plötunni við góðar gamlar buxur, sem eru vel slitnar en svo þægilegar að álit umheimsins hefur engin áhrif.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant