Shailene Woodley í Bíó Paradís í dag

Shailene Woodley er formaður dómnefndar á RIFF.
Shailene Woodley er formaður dómnefndar á RIFF. AFP

Hollywood-leikkonan Shailene Woodley kemur til Íslands í dag en hún er formaður dómnefndar í keppni RIFF um aðalverðlaunin Gullna lundann. Woodley fór með aðalhluverkið í Adrift, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks. 

Adrift verður sýnd á hátíðinni og eftir sýningu myndarinnar í dag sem hefst klukkan kortér yfir fimm í Bíó Paradís mun Woodley svara spurningum ásamt Baltasar Kormáki.

Á hátíðinni verður einnig myndin The Descendants sýnd en í henni lék Woodley á móti George Clooney. Tveir þættir úr HBO-þáttaröðinni Big Little Lies verða einnig sýndir á RIFF en þar leikur Woodley á móti Nicole Kidman og Reese Witherspoon.

Shailene Woodley í Adrift.
Shailene Woodley í Adrift.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant