Vilja bjóða unglingum á Lof mér að falla

Ráðafólk í Árborg telur að kvikmyndin Lof mér að falla …
Ráðafólk í Árborg telur að kvikmyndin Lof mér að falla geti verið innlegg í forvarnarstarf.

Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um að bjóða unglingum í 9. og 10. bekk grunnskóla Árborgar á kvikmyndina Lof mér að falla var samþykkt á bæjarráðsfundi á föstudag.

Ljóst er að boðið myndi vera liður í forvarnarstarfi sveitarfélagsins en í fundargerðinni segir m.a.: „Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá Sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir.“

Þá segir í fundargerðinni að boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til.

Innlegg í vímuvarnarmál

Eins og þeir tugir þúsunda Íslendinga sem hafa séð myndina vita byggist myndin á sönnum atburðum og snýst um hræðilegar raunir táningsstelpu sem gengur í fyrstu vel í skóla en leiðist út í heim harðra fíkniefna. Telur bæjarráð myndina vera gríðarlega áhrifaríka og að hún geti verið innlegg í vímuvarnarmál Árborgar.

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra og íþrótta- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

Úr myndinni Lof mér að falla.
Úr myndinni Lof mér að falla.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson