Heiðu er hætt að dreyma á íslensku

Heiða Rún hefur verið lengi erlendis.
Heiða Rún hefur verið lengi erlendis.

Íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er kölluð erlendis, hefur leikið í bresku þáttunum Poldark undafarin ár. Nú er Heiða að breyta um stefnu og stígur á svið á West End í London og ræddi verkefni og íslenska upprunann í viðtali sem birtist á vef Daily Mail

Er framburður Heiðu sagður vera óaðfinnanlegur en Heiða segir í viðtalinu að hún hafi byrjað að læra ensku í gegnum sjónvarpið um leið og hún byrjaði að lesa. Disney-myndir og Vinir voru því stór þáttur í enskunámi Heiðu. 

Enskan er svo ráðandi í lífi Heiðu að hún segist vera hætt að dreyma á íslensku. „Nema ég sé búin að vera heima um tíma, en fyrstu vikuna er íslenskan mín ryðguð og ég get ekki tjáð mig almennilega,“ segir Heiða í viðtalinu. 

Heiða Rún lék í Stellu Blomkvist á Íslandi.
Heiða Rún lék í Stellu Blomkvist á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant