Vilja náða mannskætt tígrisdýr

Hvít tígrisdýr eru afar fágæt. Myndin er úr safni, en …
Hvít tígrisdýr eru afar fágæt. Myndin er úr safni, en dýrið sem drap dýragarðsvörðinn í Japan er töluvert stærra. AFP

Fágætt hvítt tígrisdýr reif í sig dýrahirði í dýragarði í Japan á mánudag. Akira Furusho, fertugur starfsmaður dýragarðsins í borginni Kagoshima í suðurhluta Japans, fannst illa særður á svæði tígrisdýrsins á mánudag.  

Tígrisdýrið, sem heitir Riku, réðst á Akira þegar hann ætlaði að þrífa umgirt svæði þess. Dýrið reif Akira í sig svo blæddi illa úr hálsi hans. Akira var fluttur með hraði á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn stuttu síðar.

Tígrisdýrin eru venjulega fjarlægð af svæði sínu þegar verið er að þrífa vistarverur þeirra en ekki er ljóst hvers vegna Akiro fór inn áður en dýrin voru fjarlægð. Alls eru fjögur hvít tígrisdýr í dýragarðinum og hefur lögreglan hafið rannsókn á hvernig umhirðu þeirra er háttað. 

Riku var deyfður eftir atvikið, en aðstandendur Akira hafa óskað eftir því að Riku verði ekki aflífaður, þrátt fyrir að hafa orðið Akira að bana. 

Talið er að manntjón af völdum tígrisdýra sé í kringum 70 til 90 manns á ári. Flest dauðsföllin eiga sér stað í Sundarbans-fenjaskógunum við Bengal-flóa, en þar er talið að um 60 manns látist á ári í tígrisdýraárásum. Árásir tígrisdýra í dýragörðum eru augljóslega færri, en breskur dýrahirðir lét lífið í fyrra eftir að tígrisdýr réðst á hann og þá komst rússneskur dýrahirðir naumlega af í fyrra eftir tígrisdýraárás. 

 Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant