Clooney-hjónin mæta ekki

Amal og George Clooney í brúðkaupi Harry og Meghan í ...
Amal og George Clooney í brúðkaupi Harry og Meghan í maí. AFP

Annað konunglegt brúðkaup er í vændum en Eugenie prinsessa af York mun ganga í það heilaga á föstudaginn. Líkt og í brúðkaupi Harry og Meghan í maí er gestalistinn stjörnum prýddur.

Búist var því að George og Amal Clooney myndu mæta en Hello greinir frá því að stjörnuhjónin muni ekki láta sjá sig. Hjónin eru reyndar sögð vera á gestalistanum en ætla sér ekki að mæta. Jack Brooksbank, unnusti Eugenie prinsessu, vann fyrir tekíla-fyrirtækið sem George Clooney stofnaði með vinum sínum og seldi í fyrra. 

Þrátt fyrir að Clooney mæti ekki er von á fleirum en bara bresku konungsfjölskyldunni í brúðkaupið. Vinkona Eugenie og fyrrverandi kærasta Harry, Cressida Bonas, verður líklega á svæðinu sem og tónlistarfólkið Ed Sheeran, James Blunt, Ellie Goulding og Robbie Williams. 

Eugenie prinsessa af York og Jack Brooksbank ganga í hjónaband ...
Eugenie prinsessa af York og Jack Brooksbank ganga í hjónaband 12. október. AFP
mbl.is