Kynlífið betra eftir komu tvíburanna

Enrique Iglesias og Anna Kournikova.
Enrique Iglesias og Anna Kournikova. AFP

Tónlistarmaðurinn Enrique Iglesias segir kynlífið aldrei hafa verið betra eftir að kærasta hans, fyrrverandi tennisstjarnan Anna Kournikova, eignaðist tvíbura þeirra. Iglesias og Kournikova hafa verið saman í 17 ár og eignuðust tvíburana Nicholas og Lucy í fyrra. 

Í viðtali sem birtist við Iglesias á Page Six segir hann að tvíburanir hafi bætt kynlífið. „Það er örugglega meira kynlíf nú en áður. Kynlífið hefur ekki minnkað,“ sagði Iglesias. 

„Eins og með önnur pör, þú ferð enn í gegnum upp og niður og það er ekki fullkomið. En það er að vissu leyti fullkomið,“ sagði Iglesias um samband sitt. „Það er ótrúlegt að horfa á hana vera svona góða móður.“

View this post on Instagram

Tough audience to entertain 😂🦃

A post shared by Enrique Iglesias (@enriqueiglesias) on Aug 29, 2018 at 3:46pm PDTmbl.is