Lét stækka varirnar aftur

Kylie Jenner lét fjarlægja fyllinguna úr vörum sínum í sumar.
Kylie Jenner lét fjarlægja fyllinguna úr vörum sínum í sumar. AFP

Svo virðist sem raunveruleikastjarnan Kylie Jenner sé aftur komin með fyllingu í varirnar en í sumar lét hún fjarlægja fyllinguna sem hún var með í vörunum. Jenner birti mynd af vörum sínum í gær, þriðjudag, og vilja erlendir miðlar eins og People meina að varir hennar séu töluvert stærri nú en síðustu vikur. 

Í gær birti Jenner mynd af sér á Instagram í slopp og þakkaði húðsjúkdómastofu í Beverly Hills fyrir að laga á sér varirnar seint um kvöld. 

Athafnakonan sem er bara 21 árs fékk sér fyllingu í varirnar í maí 2015. Fyrir ári greindi hún frá því að hún hefði verið óörugg með varir sínar eftir að strákur gerði ráð fyrir að hún væri léleg að kyssa vegna lítilla vara. 

Kylie Jenner er sögð vera búin að láta eiga aftur ...
Kylie Jenner er sögð vera búin að láta eiga aftur við varir sínar. skjáskot/Instagram
mbl.is