Channing Tatum og Jessie J nýtt par

Channing Tatum og Jessie J eru sögð vera nýtt par.
Channing Tatum og Jessie J eru sögð vera nýtt par. Samsett mynd

Leikarinn Channing Tatum er kominn með nýja kærustu en hann er sagður vera að hitta enga aðra en tónlistarkonuna og Íslandsvinkonuna Jessie J. People staðfestir fréttirnar en heimildarmaðurinn segir sambandið vera alveg nýtt.

Fyrst heyrðist af þeim Tatum og Jessie J í mínígolfi um helgina en þau voru sögð leika sér í golfinu ásamt öðru fólki með lífverði með sér. 

Tatum er nýskilinn en hann og leikkonan Jenna Dewan tilkynntu um skilnað sinn í apríl eftir níu ára hjónaband. Saman eiga þau Tatum og Dewan hina fimm ára gömlu Everly. 

Channing Tatum og Jenna Dewan tilkynntu um skilnað sinn í ...
Channing Tatum og Jenna Dewan tilkynntu um skilnað sinn í apríl. AFP
mbl.is