Engar venjulegar reglur í brúðkaupinu

Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa ganga í það heilaga þann ...
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa ganga í það heilaga þann 12. október. AFP

Eugenie prinsessa og unnusti hennar Jack Brooksband ganga í það heilaga á morgun, föstudag. Alls eru 850 manns á gestalistanum og gilda mjög strangar reglur í brúðkaupinu. 

Vanity Fair greinir frá því að búið sé að banna síma, myndavélar auk þess sem búið er að biðja gesti að birta ekki neitt úr brúðkaupsveislunum á samfélagsmiðlum. 

Á morgun verða svo gestirnir að vera búnir að koma sér fyrir í kirkjunni klukkan korter yfir tíu en athöfnin sjálf hefst klukkan ellefu á breskum tíma. Fólk verður þó að passa að fara á klósettið áður en ekki verður hægt að fara á klósettið eftir klukkan tíu og er fólk varað við að fá klósett séu í kirkjunni. 

Gestirnir mega heldur ekki mæta með gjafir í brúðkaupið en þær á að senda á skrifstofu föður Eugenie, Andrésar prins. 

Jack Brooksbank og Jack Brooksbank.
Jack Brooksbank og Jack Brooksbank. AFP
mbl.is