Flutt á spítala tvisvar á tveimur vikum

Selena Gomez í byrjun september.
Selena Gomez í byrjun september. AFP

Söngkonan Selena Gomez er sögð hafa verið flutt tvisvar á spítala á tveimur vikum. Heimildarmaður TMZ segir söngkonuna hafa fengið eitthvað sem hann kallaði tilfinningaáfall í seinna skiptið sem hún var flutt á spítala. Nú er söngkonan sem er 26 ára á meðferðarstofnun. 

Í fyrra skiptið sem söngkonan var flutt á spítala var hún heima hjá sér í Kaliforníu en það var í lok september. Er söngkonan sögð hafa verið í uppnámi vegna þess hversu hvítu blóðkornin voru lág en Gomez gekkst undir nýrnaskipti í fyrra. Var hún á spítalanum í nokkra daga. 

Gomez var svo aftur flutt á spítala í síðustu viku. Er hún sögð hafa verið í miklu uppnámi yfir hversu lág gildin hennar voru. Er hún sögð hafa farið yfir um á spítalanum þegar hún vildi fara heim en læknarnir vildu ekki leyfa henni það. 

Vinkona Selenu Gomez gaf henni nýtt nýra árið 2017.
Vinkona Selenu Gomez gaf henni nýtt nýra árið 2017. skjáskot/Instagram
mbl.is