Fyrrverandi búinn að kvænast aftur

Fyrrverandi eiginmaður Meghan hertogaynju er líka búinn að finna sér ...
Fyrrverandi eiginmaður Meghan hertogaynju er líka búinn að finna sér annan maka. AFP

Fyrrverandi eiginmaður Meghan hertogaynju, Trevor Engelson, er greinilega búinn að jafna sig á Meghan en hann og unnusta hans gengu í hjónaband á laugardaginn. Samkvæmt Daily Mail  fór mun minna fyrir athöfninni en athöfn Meghan og Harry í maí. 

Engelson tilkynnti í júní að hann og næringarfræðingurinn Tracey Kurland væru búin að trúlofa sig en þau byrjuðu að hittast í nóvember í fyrra. Brúðkaupið fór svo fram um helgina í fínu hverfi í Kaliforníu. 

Brúðkaup Engelson og Meghan árið 2011 fór fram á Jamaíka en þau skildu tveimur árum seinna. 

Trevor Engelson og Tracey Kurland gengu í hjónaband um helgina.
Trevor Engelson og Tracey Kurland gengu í hjónaband um helgina. AFP
mbl.is