Schwarzenegger biðst afsökunar

Arnold Schwarzenegger biðst afsökunar í nýju viðtali.
Arnold Schwarzenegger biðst afsökunar í nýju viðtali. AFP

Leikarinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger viðurkennir í nýju viðtali við Men's Health að hann hafi nokkrum sinnum gengið of langt þegar kemur að konum og biðst afsökunar á því. Nokkrar konur ásökuðu Schwarzenegger í kringum framboð hans til ríkisstjóra Kaliforníu árið 2003 og baðst hann einnig afsökunar þá.

„Þegar ég horfi til baka fór ég yfir strikið nokkrum sinnum og ég var sá fyrsti til þess að segja að mér þykir það leitt. Mér líður illa yfir því og ég biðst afsökunar,“ sagði Schwarzenegger. 

„Þegar ég varð ríkisstjóri vildi ég vera viss um að enginn, þar á meðal ég, gerði aftur mistök. Þess vegna sóttum við námskeið í kynferðislegri áreitni, til þess að skilja, bæði frá lagalegu sjónarmiði sem og venjulegri hegðun, hvað væri viðurkennt og hvað ekki.“

Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant