Gift í 16 ár en slúðrið særir enn

Julia Roberts er góð í að halda einkalífi sínu fyrir ...
Julia Roberts er góð í að halda einkalífi sínu fyrir sig. AFP

Leikkonan Julia Roberts prýðir forsíðu Harper's Bazaar í nóvember en spjallþáttadrottningin Oprah tók forsíðuviðtalið við leikkonuna. Roberts segist að mestu geta haldið einkalífinu fyrir sjálfa sig en hún hefur verið gift kvikmyndatökumanninum Danny Moder í 16 ár. 

Roberts segir það stundum koma fyrir að hún og fjölskylda hennar, hún á þrjú börn með Moder, sjái slúður um hjónabandið framan á blöðum úti í búð og segir það óþægilegt. „Það getur enn sært tilfinningar mínar af því ég er svo stolt af hjónabandi mínu. Við vorum að fagna 16 ára hjónabandi,“ segir Roberts og segir mikla hamingju í því sem þau hafa fundið saman. 

Julia Roberts.
Julia Roberts. AFP
mbl.is