Grét Bieber úti í bíl vegna Gomez?

Justin Bieber leið ekki vel í vikunni.
Justin Bieber leið ekki vel í vikunni. AFP

Söngvarinn Justin Bieber sást gráta úti í bíl á fimmtudaginn, með Bieber í bílnum var eiginkona hans, Hailey Baldwin. Voru hjónin á leið heim frá presti sínum en aðdáendur Bieber velta því fyrir sér hvort spítalainnlögn Selenu Gomez hafi haft eitthvað með grátinn að gera. 

Bieber og Gomez voru lengi vel sundur og saman og hættu síðast saman fyrr á þessu ári. Gomez fór nýlega á meðferðarstofnun eftir að hún var lögð tvisvar inn á spítala á tveimur vikum. Gomez er sögð glíma við mikinn kvíða en hún er einnig að jafna sig eftir nýrnaskipti síðan í fyrra. 

„Justin mun alltaf þykja vænt um Selenu,“ sagði heimildarmaður People. „Það er erfitt fyrir hann að heyra að hann hafi það ekki gott. Þau hafa bæði gengið í gegnum sitt síðustu ár og Justin sýndi Selenu alltaf mjög mikla samúð. Hann vill það besta fyrir Selenu. Hann vill að hún sé hamingjusöm og hraust.“

mbl.is