Arnaldur grét af gleði þegar hann vann

Arnaldur Halldórsson var valinn jólastjarnan í fyrra.
Arnaldur Halldórsson var valinn jólastjarnan í fyrra. mbl.is/​Hari

Arnaldur Halldórsson söng á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Hörpu í fyrra eftir að hafa unnið jólastjörnuna 2017. Jólastjarnan verður sýnd í Sjónvarpi Símans í ár en þar keppa krakk­ar 14 ára eða yngri um að fá að syngja með fremsta tón­list­ar­fólki lands­ins í Hörpu fyr­ir jól. 

Hvenær byrjaðir þú að syngja?

„Ég man það ekki alveg en það var mikið sungið á leikskólanum sem ég var í og þar kviknaði áhuginn. Síðan fannst mér alltaf langskemmtilegast í tónmennt í skólanum. Í kjölfarið benti kennarinn minn mér á að fara í Sönglist í Borgarleikhúsinu og ég er núna í leiklistarskólanum þar.“

Af hverju ákvaðst þú að taka þátt í Jólastjörnunni?

„Ég hef fylgst með Jólastjörnunni síðustu ár og fannst þetta svo svakalega spennandi. Ég ákvað að slá til og ákvað að senda inn myndband og söng lagið „Á annan stað“ úr leikritinu Hjarta Hróa Hattar. Draumurinn var líka að fá að syngja í Eldborg Hörpu.“

Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir þegar þú vannst?

„Ég fór bara að gráta af gleði eins og kom fram í sjónvarpsþættinum. Ég var alveg orðinn alveg viss um að ég hefði ekki unnið.“

Arnaldur Halldórsson.
Arnaldur Halldórsson. mbl.is/​Hari

Hvernig var að syngja á jólatónleikum Björgvins?

„Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég var bara mjög öruggur með mig og var ekkert stressaður. Bjöggi er náttúrulega snillingur. Ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki og krökkum. Ég hef eignast frábæra vini sem ég er oft að bralla eitthvað með.“  

Áttu þér uppáhaldsjólalag?

„Auðvitað lagið „Dag einn um jólin“ sem ég söng á tónleikunum og svo finnst mér lagið „Þú komst með jólin til mín“ rosalega skemmtilegt.“

Ertu með góð ráð fyrir næstu jólastjörnu?

„Að vera þú sjálf/ur, ekki vera feimin/n og hafa gaman.“

Skrán­ingu í Jóla­stjörn­una lýk­ur á miðnætti laugardaginn 20. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri.

Skil­yrði: All­ir þátt­tak­end­ur þurfa leyfi for­ráðamanna.
Dóm­nefnd: Björg­vin Hall­dórs­son, Selma Björns­dótt­ir, Svala Björg­vins­dótt­ir og Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir.

Stjórn­andi þátt­ar­ins: Gunn­ar Helga­son.

Ef þú vilt taka þátt þá get­ur þú skráð þig HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant