Birta opinberar myndir frá brúðkaupinu

Ein af myndunum fjórum sem hafa verið birtar.
Ein af myndunum fjórum sem hafa verið birtar. Ljósmynd/Breska konungsfjölskyldan

Eugenie-prinsessa gekk að eiga Jack Brooksbank í Windsor-kastala við miklar dýrðir í gær. Breska konungsfjölskyldan hefur nú birt fjórar opinberar ljósmyndir í tengslum við brúðkaupið.

Hjónin segjast vera hæstánægð með að deila myndunum sem ljósmyndarinn Alex Bramall tók, að því er segir á vef breska útvarpsins.

Eu­genie er dótt­ir Andrés­ar prins, bróður Karls, krón­prins Bret­lands.

mbl.is