Hrundi í gólfið í Eldborg

Selma Björnsdóttir er dómari í Jólastjörnunni í ár.
Selma Björnsdóttir er dómari í Jólastjörnunni í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selma Björnsdóttir söngkona segir að jólastjarnan í ár verði að syngja frá hjartanu. Selma er í dómnefnd í Jólastjörnunni sem sýnd verður í Sjónvarpi Símans en í þáttunum keppa krakkar 14 ára eða yngri um að fá að syngja með fremsta tónlistarfólki landsins í Hörpu fyrir jól. 

Sjálf segist Selma hafa sungið mikið sem barn. „Ég kem frá mjög söngelskri fjölskyldu. Pabbi spilaði á gítar og við systur sungum með. Ég kom fyrst fram og söng einsöng þegar ég var sjö ára þá lék ég Álfadísina í Öskubusku.

Spurð að því hvort hún verði stressuð þegar hún komi fram segir Selma það misjafnt. „Stundum er ég sultuslök og stundum alveg að farast úr stressi. Ég hef aldrei náð að losa mig við stressið. Bara tek því að það sé komið og reyni að vera ekki hrædd við það.“

„Ég hrundi í gólfið í Eldborg á ABBA-tónleikum fyrir framan 1.500 manns og náði í leiðinni að beygja mækastand í 90 gráður í fallinu. Fékk stærsta marblett lífs míns á sköflunginn við fallið,“ segir Selma þegar hún er spurð hvort hún muni eftir einhverju fyndnu sem hefur komið upp á á sviði 

Hvaða jólalag er í uppáhaldi? 

„River með Joni Mitchell. Einfaldlega frábær melódía og texti.“

Hvaða hæfileikum þarf jólastjarnan að búa yfir?

„ Hún þarf að syngja frá hjartanu, koma textanum til skila, njóta þess að flytja lagið fyrir okkur og vera í jólaskapi,“ segir Selma að lokum. 

Skrán­ingu í Jólastjörnuna lýk­ur á miðnætti laugardaginn 20. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri.

Skil­yrði: All­ir þátt­tak­end­ur þurfa leyfi for­ráðamanna.
Dóm­nefnd: Björg­vin Hall­dórs­son, Selma Björns­dótt­ir, Svala Björg­vins­dótt­ir og Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir.

Stjórn­andi þátt­ar­ins: Gunn­ar Helga­son.

Ef þú vilt taka þátt þá get­ur þú skráð þig HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson