Barnið verður sjöunda í erfðaröðinni

Meghan Markle í brúðkaupi Eu­genie prinsessu á föstudag, aðeins þremur …
Meghan Markle í brúðkaupi Eu­genie prinsessu á föstudag, aðeins þremur dögum áður en tilkynnt var um óléttuna. AFP

Barn hertogahjónanna af Sussex sem fæðist inn í konungsfjölskylduna í vor verður sjöunda í erfðaröðinni að krúnunni, á eftir Harry föður sínum.

Það verður því að teljast ólíklegt að nýjasta viðbótin í konungsfjölskyldunni verði krýnd drottning eða konungur og er það ekki síst vegna barna­sk­ara Vil­hjálms, bróður Harry, og Katrín­ar her­togaynju. Þar sem þau eiga þrjú börn er Harry sá sjötti í erfðaröðinni að krún­unni, sem gerir væntanlegt barn hans og Meghan það sjöunda, líkt og fyrr segir.

Mikil spenna ríkir engu að síður fyrir komandi erfingja, en tilkynning um barnalánið barst frá Kensington-höll í morgun. 



Drottningin og aðrir konungbornir fengu fréttirnar aðeins fyrr, eða á föstudag, í brúðkaupi Eu­genie prins­essu og Jack Brooks­bank í Windsor-kast­ala. Meghan klæddist síðri dökkblárri kápu við athöfnina, sem var hneppt þannig að það ýtti enn frekar undir sögusagnir um að hún væri ólétt.

Grunurinn var enn frekar staðfestur um helgina þegar 16 daga opinber heimsókn hjónanna um Ástralíu, Fiji, Tonga og Nýja-Sjáland hófst. Við komuna til Sydney hélt Meghan á tveimur stórum möppum og skýldi þannig maganum. Það var því ekki seinna vænna að tilkynna um þungunina.

Meghan og Harry gengu í hjónaband í maí síðastliðnum.
Meghan og Harry gengu í hjónaband í maí síðastliðnum. AFP

Líklegast að barnið fæðist í apríl

En hvenær er nákvæmlega von á erfingjanum? Allra hörðustu konungsinnarnir hafa lagst í mikla rannsóknarvinnu til að reikna út settan dag, en kon­ungs­fjöl­skyld­an hef­ur haft þá stefnu að gefa ekki út ná­kvæm­ar dag­setn­ing­ar þegar kemur að barneign­um inn­an fjöl­skyld­unn­ar.

Í tilkynningunni frá Kensington-höll kemur fram að von sé á erfingjanum í vor. Samkvæmt bresku dagatali fyrir 2019 hefst vorið 20. mars og lýkur formlega 21. júní. Apríl er því talinn líklegur fæðingarmánuður dagsins þar sem gera má ráð fyrir að Meghan sé komin yfir fyrsta þriðjung meðgöngunnar, það er 12 vikur.

Ef Meghan mun fara fram yfir settan tíma er sá möguleiki fyrir hendi að barnið muni deila afmælisdegi með yngsta erfingjanum, prins Lúðvíki Arthúri Karl, sem fæddist 23. apríl í fyrra, og er yngsta barn Vil­hjálm­s og Katrínar.

Nú er bara að vona að meðgangan hjá Meghan gangi sem allra best. Meghan er 37 ára og hefur það alltaf verið hluti af hennar lífsáformum að eignast barn, líkt og hún sagði í viðtali sem tekið var við trúlofun hennar og Harry árið 2016.

Bein lýsing BBC vegna væntanlegs erfingja 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant