Verður Madden James Bond?

Richard Madden í hlutverki sínu í Game of Thrones.
Richard Madden í hlutverki sínu í Game of Thrones. ljósmynd/Imdb

Skoski leikarinn Richard Madden er nú talinn líklegur arftaki Daniel Craig í hlutverki James Bond. Framleiðandi myndanna, Barbara Broccoli, er sögð vera að íhuga Game of Thrones-leikarann í hlutverkið eftirsótta. 

„Það lítur alvarlega út fyrir að hann fái hlutverkið,“ sagði heimildarmaður um Madden samkvæmt The Sun. „Hann er ekki bara efstur á lista Barböru, hún er að búa sig undir að bjóða honum hlutverkið.“

Hvort sem Madden verður næsti leikarinn til þess að leika James Bond verður það ekki alveg strax þar sem Daniel Craig hefur ákveðið að leika Bond í næstu Bond-mynd. Næstu Bond-mynd var frestað þar sem skipt var um leikstjóra á síðustu stundu eftir að leikstjórinn Danny Boyle sagði sig frá verkefninu, leikstjórinn Cary Fukunaga tók við keflinu. 

Aðrir leikarar sem oft eru nefndir sem líklegir arftakar Daniels Craig eru Idris Elba og Tom Hardy. 

Daniel Craig.
Daniel Craig. AFP
mbl.is