Móðir og sonur með eins hár

Elizabeth Hurley birt þessa mynd af sér og syni sínum ...
Elizabeth Hurley birt þessa mynd af sér og syni sínum á Instagram en mæðginin eru ansi lík. skjáskot/Instagram

Breska leikkonan Elizabeth Hurley er oft í fylgd 16 ára sonar síns en það fer ekki á milli mála að Damian Hurley er sonur móður sinnar. Eru mæðginin nauðalík og gæti einhver haldið að þarna væru systur á ferð en ekki mæðgin. 

Á mynd sem Hurley birti af sér með syni sínum um helgina virðast þau sérstaklega lík en það er líklega hár Damian Hurley sem blekkir. Hurley er þekkt fyrir sítt liðað hár sitt og virðist sonur hennar hafa erft hár móður sinnar. Hár hans nær einnig vel niður á axlir. 

Leikkonan eignaðist Damian Charles Hurley árið 2002. Faðir barnsins er bandaríski viðskiptamaðurinn Steve Bing. Bing neitaði í fyrstu faðerninu og þurfti DNA-próf til þess að staðfesta faðernið. Leikarinn Hugh Grant er guðfaðir Damian. 

View this post on Instagram

So proud to see my son @damianhurley1 wearing his pink ribbon @esteelaudercompanies #timetoendbreastcancer @elcdonates 💗

A post shared by Elizabeth Hurley (@elizabethhurley1) on Oct 3, 2018 at 12:12pm PDT

mbl.is