Var gert að yfirgefa flugvél

Tara Reid lætur ekki bjóða sér hvað sem er í …
Tara Reid lætur ekki bjóða sér hvað sem er í flugi. AFP

Leikkonan Tara Reid er sögð hafa látið öllum illum látum í flugvél Delta á flugvellinum í Los Angeles. Átti Reid flug með vélinni til New York en var gert að yfirgefa vélina eftir að flugþjónar höfðu reynt að koma til móts við stjörnuna með litlum árangri. 

TMZ greinir frá því að Reid hafi verið mjög pirruð og kvartaði hátt yfir því að hafa fengið vitlaust sæti. Hún kvartaði líka yfir því að fá ekki kodda. Flugþjónar reyndu að koma til móts við hana en það var of seint. 

Tara segist hafa átt að fá gluggasæti en þegar í vélina var komið reyndist það ekki vera raunin. Auk þess fannst henni sætið sitt þröngt þar sem konan fyrir framan hana hafði hallað sér aftur. 

Flugvélin sem var lögð af stað frá hliðinu þurfti að snúa við og tilkynnti flugstjórinn að ástæðan væri vandamál hjá viðskiptavini. Delta staðfesti að flugvélin hefði farið í loftið stuttu seinna. Reid fór síðan með öðru flugi til New York. 

Á myndbandi sem birt var með frétt TMZ má sjá Reid standa upp úr sæti sínu og yfirgefa flugvélina í fússi með lítinn hund með sér. 

Leikkonan Tara Reid.
Leikkonan Tara Reid. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant