Ætlaði að tæta allt verkið

Stensill af verkinu „Stúlka með rauða blöðru“ var tætt á …
Stensill af verkinu „Stúlka með rauða blöðru“ var tætt á uppboði. AFP

Það vakti mikla athygli þegar stensill af verki eftir listamanninn Banksy var tætt til hálfs eftir að hafa verið selt fyrir rúma miljón punda á uppboði hjá Sotheby's í London fyrir tæpum tveimur vikum. Nýtt myndband bendir til þess að Banksy hafi ætlað sér að tæta alla myndina. 

„Á æfingum virkaði þetta í hvert skipti,“ stendur þegar myndbandinu sem listamaðurinn setti á Youtube er að ljúka og síðan sést hvernig verkið tætist alveg á æfingu. 

Banksy segir á Instagram-síðu sinni að margir trúi því ekki að hann hafi tætt verkið en hann segist hafa gert það. Hann segir einnig að margir trúi því að uppboðshúsið hafi vitað af fyriráætlunum hans en svo hafi ekki verið. 

Á vef BBC kemur fram að einn af forstöðumönnum Sotheby's segi að uppboðshúsið hafi ekki vitað af tætaranum inni í ramma verksins. Uppboðshúsið fékk skýr fyrirmæli um að ramminn væri mikilvægur þáttur í verkinu. 

Í ljós kom að ramminn var mjög stór þáttur í verkinu en bara ekki á þann hátt sem búist var við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson