Ekki jafnástfangin í rigningunni

Forsetahjón Bandaríkjanna og hertogahjónin af Sussex fengu að finna fyrir …
Forsetahjón Bandaríkjanna og hertogahjónin af Sussex fengu að finna fyrir rigningu í vikunni. Samsett mynd

Það rignir víðar en á Íslandi og fengu bæði forsetahjón Bandaríkjanna og hertogahjónin af Sussex að finna fyrir því í vikunni. Regnhlífar komu þó til bjargar í báðum tilvikum þó svo að plássið undir regnhlífunum hafi ekki verið jafnvel nýtt hjá Trump-hjónunum og hjá Harry og Meghan. 

Það rigndi í Washington á mánudaginn þegar Melania og Donald Trump gerðu sig til fyrir flug til Flórída. Það vakti athygli að forsetinn var ekki að bjóða eiginkonu sína of velkomna undir regnhlífina sem hann notaði að mestu fyrir sjálfan sig. 

Það rigndi líklega meira á Melaniu Trump en Donald Trump.
Það rigndi líklega meira á Melaniu Trump en Donald Trump. AFP

Annað var upp á teningnum í Ástralíu á miðvikudaginn þar sem Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja voru í opinberri heimsókn. Stóðu þau þétt saman og héldu bæði um regnhlífina svo pláss væri fyrir þau bæði. Harry og Meghan horfðust í augu undir regnhlífinni og virtist ástin blómstra í Ástralíu. 

Harry og Meghan stóðu þétt saman undir regnhlífinni í Ástralíu.
Harry og Meghan stóðu þétt saman undir regnhlífinni í Ástralíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson