Hera Hilmars í nýrri þáttaröð

Hera Hilmarsdóttir.
Hera Hilmarsdóttir. mbl.is/Hari

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir og leikarinn Christian Camargo hafa verið valin til þess að leika á móti Jason Momoa, sem þekktastur er fyrir leik í Game of Thrones, í nýrri þáttaröð Apple, See. Fjallað er um þetta í fjölmiðlum í dag en Deadline greindi fyrst frá.

Framleiðandinn er  Steven Knight og leikstjórinn er Francis Lawrence sem meðal annars leikstýrði Hungurleikunum. See gerist í framtíðinni og mun Hera fara með hlutverk Maghra. 

Hera fór meðal annars með hlutverk Vanessu í  DaVinci’s Demons og mun næst koma fram í Mortal Engines, kvikmynd sem fellur í flokk vísindaskáldskapar og er af dýrustu gerð enda framleidd af leikstjóranum Peter Jackson, þeim sama og gerði kvikmyndirnar upp úr Hringadróttinssögu og Hobbitanum. 

mbl.is