Kælan mikla, Huginn og Bríet með ný myndbönd

Hljómsveitin Kælan mikla er að gera það gott út í …
Hljómsveitin Kælan mikla er að gera það gott út í hinum stóra heimi og var meðal annars valin af Robert Smith til að spila á tónleikahátíð í London síðastliðið sumar. Ljósmynd/ Landsbankinn

Einn aðalbakhjarl Iceland Airwaves-hátíðarinnar allt frá árinu 2014 er Landsbankinn og nú hefur hann staðið að útgáfu þriggja nýrra myndbanda ungs tónlistarfólks en þau eru Huginn, Bríet og Kælan mikla.  

Myndböndin eru birt á Iceland Airwaves-vef bankans og á YouTube. Öll þrjú lögin eru splunkuný. 

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin dagana 7. - 10. nóvember í miðborg Reykjavíkur. Landsbankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar frá árinu 2014. Í tengslum við hátíðina heldur bankinn úti vefnum landsbankinn.is/icelandairwaves og þar hafa verið birt myndbönd og viðtöl við unga og upprennandi tónlistarmenn í gegnum árin. Á vefnum má fá forsmekkinn að einni stærstu tónlistarhátíð ársins og sjá dæmi um þá miklu grósku sem er í íslensku tónlistarlífi.

Myndböndin má sjá hér að neðan. 

Off-venue tónleikar Landsbankans

Landsbankinn mun einnig standa að svokölluðum off-venue-tónleikum í tengslum við hátíðina.

Dagskráin er sem hér segir: 

Stúdentakjallarinn, fimmtudagurinn 8. nóvember

Kl. 17.00 – Bríet

Kl. 17.30 - Huginn

Kl. 18.00 - Kælan Mikla

Landsbankinn, Austurstræti 11, laugardagurinn 10. nóvember

Kl. 15.30 – Huginn

Kl. 16.00 - Bríet

Kl. 16.30 – Aron Can



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler